SÉRVALIN HÁGÆÐA ÍTÖLSK VARA

Ítalíu tengingin

Við elskum ítalska matargerð og alvöru ítalskan mat.

Með það að markmiði að bjóða Íslendingum upp á það besta sem Ítalía hefur að bjóða lögðum við í ferðalag. Niðurstaðan er vörulína sem við erum einstaklega stolt af, Kjötkompaní Ítalía.

Vörurnar koma frá Ítalíu án milliliða, beint til okkar. Alvöru ítalskar vörur frá fjölskyldufyrirtækjum, lagaðar eftir aldagömlum hefðum og uppskriftum.

Sérvaldar hágæða ítalskar vörur, það er Kjötkompaní Ítalía.

Jón Örn – Kjötkompaní

Vörurnar

Vörurnar eru fjölbreyttar. Sósur, pasta, olíur, pestó, trufflur og margt fleira.

Allar eiga vörurnar það sameiginlegt að koma beint frá Ítalíu og vera í hæsta gæðaflokki. Allar vörurnar eru sérvaldar af okkur, fyrir ykkur.

Með ítölsku vörunum viljum við gera Íslendingum kleift að upplifa og elda alvöru ítalskan mat á einfaldan og fljótlegan hátt.

Það er Kjötkompaní Ítalía.

OLÍUSMAKK Á ÍTALÍU

TRUFFLUVEIÐAR & MARINARA